Edda blómaálfur

Í dag er smelladagur hjá Eddu. Það þýðir að þau mega koma með dót og í búning og er þetta verðlaun fyrir að vera góð og dugleg í skólanum, þau hafa sem sé safnað nógu mörgum smellum.

Og að sjálfsögðu vildi mín dama fara í búning en hér voru bara til prinsessubúningar og maður fer ekki oft í sama prinsessubúninginn, það vita nú allir. Það vita nú líka allir að maður hleypur ekki bara út í búð og kaupir búning eins og ekkert sé. Og þá er bara eitt eftir, jú að búa til búning. Húsmóðirin hér á bæ skellti sér í hönnunargírinn og útkoman er ansi flottur álfabúningurWink

 

 
Edda blomaalfur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég saumaði saman gamla peysu og pils, klippti aðeins ermarnar og saumaði perlur og gerviblóm á peysuna. Það var sko sæll blómaálfur sem fór í skólann í morgun og hlaut mikla aðdáun bekkjarfélaganna. Fríða fær líka álfabúning, á eftir að sauma saman peysu og pils og fleiri perlur á peysuna. Gleðin og spennan yfir þessum búningum gerði saumaskap til kl. 3 í nótt þess virði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað þú ert ráðagóð mamma Lóa mín.

Góðar mömmur vaka fram á nótt til að græja svona hluti meðan litlu elskurnar þeirra sofa vært.

 Kveðja Ragnhildur

Ragnhildur Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband