Orðin 7 ára:)

Úff hvað tíminn líður hratt! Á sunnudaginn átti Fríða Valdís afmæli, þessi yndislegi gleðigjafi er orðin 7 ára. Dagurinn byrjaði á að hún kom upp í til mín og vildi fá sinn afmælissöng og pakka og var himinsæl að fá bratz-dúkku og ekki minnkaði gleðin þegar allt í einu hringdi sími ofan í poka. Þar var þá afmælisgjöfin frá Eddu ömmu. Þær systur löbbuðu síðan í sunnudagaskólann og þar var sungið fyrir afmælisbarnið. Vinkonurnar komu svo í veislu kl. þrjú. Þið getið rétt ímyndað ykkur fjörið í 10 sjö og átta ára stelpumSmile Amma, afi og Einar komu svo í kvöldmat og það var engu minna fjör, afi meira að segja dansaði við stelpurnar. Þær systur fengu allar flotta ullarsokka sem amma prjónaði, með glimmeri meira að segja, Ásta Lóa fékk fallegan kjól og stóru stelpurnar köflótt vesti með hettu og loðkraga, svaka skvísulegt. Það þurfti nánast að múta Fríðu til að fara úr því áður en hún fór að sofa.

En þessi sjö ára stelpa ætlar ekki að læra ballett í vetur eins og undanfarin ár heldur stefnir hún ótrauð á fótbolta! Á morgun fer hún á fyrstu æfinguna og hlakkar mikið til. Það verður gaman að sjá hvernig henni líkar, vonandi bara vel því þetta er góð hreyfing fyrir hana og frábært tækifæri til að kynnast fleiri stelpum.

Af stóru og litlu systur er allt gott að frétta. Edda Sólveig fór í fyrsta balletttímann í dag og var mjög ánægð, gaman að vera komin aftur í ballettskólann sagði hún. Ásta Lóa er mjög dugleg í leikskólanum sínum, ja nema við að borða. Hún unir sér vel og leikur sér og virðist bara ánægð, sem er auðvitað alveg nauðsynlegt fyrir alla, það er ekkert auðvelt að skilja barn eftir sem er á orginu en vissan um að þetta hætti fljótt gerir manni kleift að halda áfram og líta ekki við. Reyndar grét hún ekkert síðast þegar hún fór þangað.

Knús og kossar elskurnar,

Lóa


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband