30.12.2008 | 22:22
Fríða með lausa tönn:)
Loksins loksins er Fríða mín komin með lausa tönn. Það er framtönn í neðri góm og búið er að bíða lengi eftir að hún losni, ja eða bara einhver tönn. Hingað til hefur allt verið pikkfast þó með góðum vilja hafi stundum mátt finna einhverja lausung í tönninni. En nú er það sem sé pottþétt. Og sex ára stelpan, sem er hvorki lítil né stór, bara mátuleg, er himinsæl með þetta óyggjandi merki um að vera að stækka.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.