Að beygla orð

Edda Sólveig er nú komin í 2. bekk og er alltaf að læra eitthvað nýtt. Um daginn hafði hún eitthvað kynnst fallbeygingu og var mikið rætt um hvernig beygja skuli hin og þessi orð með hér er, um, frá og til. Fríða Valdís lét ekki sitt eftir liggja og hafði gaman af að spá í hvernig hin og þessi orð beygjast. Eitthvað skolaðist þetta þó til í sex ára kollinum því daginn eftir kom hún til mín og sagði: Mamma, hvernig beyglar maður aftur orð?

Og meira af Fríðu Valdísi. Um daginn var Ásta Lóa skírð og fyrir skírnina var mikil spenna hjá þeim systrum og mikið spurt um skírnina. Fríða mín talaði þó alltaf um skíringu, hvenær verður skíringin og í skíringunni verður þetta og hitt. Að ógleymdum skíringarkjólnum:) Eða á þetta kannski að vera skýring?

Annars er nú alltaf jafn gaman að því þegar þær systur sjá sig knúnar til að leiðrétta málfræði móðurinnar. Og að sjálfsögðu er mamman himinsæl með þennan þankagang dætranna, þó hún geti nú ekki alltaf tekið undir með þeim. Að minnsta kosti talar hún enn um fætur en ekki fóta:)

Nú heyri ég að Ásta Lóa er vöknuð, hún er nú meira yndið, liggur bara og spjallar við sjálfa sig, skoðar fingurna sína og bíður róleg eftir mömmu sinni. Fleiri frásagnir af stóru systrunum og málfræðinni bíða því betri tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Þetta eru nú meiri krúttin sem þú átt

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 11.12.2008 kl. 18:38

2 Smámynd: Edda, Fríða og Ásta Lóa

Takk Ólöf:)

Edda, Fríða og Ásta Lóa, 12.12.2008 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband