Af öllu hjarta:)

Í gær fórum við Bárður með Ástu Lóu í ómskoðun hjá hjartalækni. Og að sjálfsögðu er ekkert að, fullkomlega heilbrigt hjarta sagði læknirinn. Hljóðin eru eðlileg hjartahljóð sem heyrast stundum hjá ungbörnum því þau eru með svo lítinn brjóstkassa, svo hætta þau að heyrast þegar börnin eldast og stækka. En hins vegar vilja læknar alltaf athuga málið og fullvissa sig og foreldra um að allt er eðlilegt. Og það er það svo sannarlega hjá Ástu Lóu, hún getur sko elskað okkur af öllu hjarta, af öllu sínu heilbrigða hjarta:)

Nú vitum við hvernig hjarta Ástu Lóu lítur út og efumst ekki um að hjartalagið verði líkt hjartalagi og hjartahlýju systra sinna. Mér vöknaði næstum um augun í gærkveldi þegar ég varð vitni að umhyggju Fríðu Valdísar fyrir stóru systur sinni. Ég var að fara í háttinn þegar Fríða Valdís kom fram á klósettið, hún var nú hálfsofandi en þegar hún var búin sagði ég henni að skríða aftur upp í. Ég bjóst nú hálfpartinn við að hún vildi koma upp í til mín en neinei, hún fór inn í herbergið sitt og áður en hún skreið upp í breiddi hún betur yfir Eddu sína. Þvílík umhyggja. Svo sofnaði hún með bros á vör og sama gerði mamman skömmu seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda, Fríða og Ásta Lóa

Svo má nú bæta við þetta að kvöldið eftir gerði Edda það sama, vaknaði og skreið svo aftur upp í til systur sinnar og breiddi yfir þær báðar:) Þó þær eigi sitt hvort rúmið sofa þær andfætis í einu rúmi, nema sl. nótt þegar þær sváfu á sæng á gólfinu, veit ekki hvers vegna né hversu gott það er.

Edda, Fríða og Ásta Lóa, 12.12.2008 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband