28.11.2008 | 23:06
Langt síðan síðast
Já það er nú ansi langt síðan við sögðum fréttir úr Unufellinu, svo það er aldeilis kominn tími til, enda margt að frétta. Við erum t.d. búin að breyta baðherberginu, drullugulu veggirnir eru orðnir hvítir og grænu, ljótu flísarnar hafa vikið fyrir hvítum glansandi flísum og hlandguli gólfdúkurinn farinn og í staðinn komnar ljósar flísar. Nú er bara eins og maður sé í annars manns baði:)
Edda Sólveig er búin að missa aðra tönn, mjög sæt með stórt stórt skarð og pínu smámælt. Það hlakkaði líka í Fríðu minni þegar hún gat leiðrétt systur sína, það heitir SSúkkulaði, ekki þúkkulaði! Enda hefur hún oft fengið að heyra það frá Eddu þegar hennar hljóð eru ekki rétt.
Annars gengur þeim systrum vel í skólanum og í ballettinum. Og þær eru sko farnar að hlakka til jólanna. Kannski eignast þær þá Mamma mia myndina en við stóru mæðgurnar þrjár fórum í bíó um daginn og það var sko GAMAN! ABBA-lögin hafa hljómað hér æ síðan og bíður Edda spennt eftir að geta séð myndina aftur.
Litla ljósaljósið okkar verður svo skírð á morgun, laugardaginn 29. nóvember. Undanafarna daga hefur allt verið á fullu í undirbúningi hér heima, enda nóg sem þurfti að taka til og þrífa. Hér er mynd af dömunni sem er nú orðin þriggja mánaða og viku gömul.
En á næstu dögum koma fleiri myndir inn og fullt fullt af nýjum fréttum af systrunum í Unufelli.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með þá stuttu. Guð blessi ykkur öll á skírnardaginn.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 29.11.2008 kl. 01:23
Takk fyrir það nafna:)
Edda, Fríða og Ásta Lóa, 30.11.2008 kl. 03:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.