2.10.2008 | 12:01
Bara einn koss
Tilsvör barna eru oft á tíðum stórkostleg. Hér kemur eitt:
Mamma: Hvernig gekk í skólanum í dag?
Fríða Valdís: Vel. Andrés kyssti mig bara einu sinni.
Bjútíprinsessan Fríða Valdís í 1. bekk er umsetin af strákunum í bekknum, það er sérstaklega þessi Andrés sem reynir að lauma á hana kossi og kossi. Stundum á kinnina en stundum á munninn. Kennarinn sagðist nú vera að reyna stoppa þetta og er greinilega að ná árangri, þar sem honum tókst bara að kyssa hana einu sinni í gær.
En auðvitað er drengurinn skotinn í henni, hver væri það ekki?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já þið eruð hver annarri fallegri mæðgurnar
Aðalheiður Þorgrímsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 21:17
Jiii, hvernig er annað hægt en að vera skotinn í þessari fallegu stelpu. Þú átt alveg svakalega fallegar stúlkur. Lóa mín:-) Er þetta eitthvað í ættinni;-)
Guðný Matt. (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 01:01
Þakka ykkur fyrir
Já Guðný, þetta er örugglega eitthvað í ættinni. Annars er Kári búinn að hafa samband vegna þessarar einstöku genablöndu hjá okkur hjónunum...
Edda, Fríða og Ásta Lóa, 3.10.2008 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.