29.9.2008 | 17:41
Fyrsti göngutúrinn
Loksins höfum við farið í göngutúr. Ég vildi ekki fara með þá litlu út í vagni fyrr en hún nálgaðist 4 kílóin og svo hefur nú ekki viðrað sérstaklega vel síðustu viku. En í dag var fínt veður og gripum við tækifærið við mikinn fögnuð stóru systranna. Einhverra hluta vegna var Ljósaljós ekki mjög hrifin til að byrja með en svo þegar vagninn fór af stað sofnaði hún undir eins. Hér má sjá þær systur með vagninn (og líka í septemberalbúminu).
Þetta var fínn göngutúr og greinilegt að Ljósaljós líkaði hann vel því hún sefur enn, klukkutíma eftir að við komum heim, rumskaði ekki á leiðinni upp stigann og þegar hún var tekin úr gallanum og lögð í vögguna. Hún er líka svooo mikið ljós.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æðislegt að geta fylgst með ykkur hérna. Líst vel á nýjustu prinsessuna, þú gerir eins og ég, heldur þig við það sem þú þekkir:-)
Hlakka til að fá sjá skvísuna, með berum augum. Við komum næst heim í apríl, til að láta ferma frumburðinn :-O
Knús frá Baunalandi, Guðný og co.
Guðný og co. (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 22:23
Já ég held mig bara við stelpurnar, maður breytir ekki því sem vel er gert er það nokkuð? Annars sá ég sá í fréttum um daginn að norska prinsessan er komin í okkar hóp, það vilja bara allir gera eins og ég :
http://mbl.is/mm/folk/frettir/2008/09/29/ny_prinsessa_faedd_i_noregi/
Kv.
Lóa
Edda, Fríða og Ásta Lóa, 3.10.2008 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.