22.8.2009 | 12:22
Frá hjartanu
Edda Sólveig mín er svo einlæg í ást sinni á fjölskyldunni. Þegar ég sagði henni að afi væri kominn heim eftir mánaðar fjarveru á sjó spurði hún strax hvað við ættum að kaupa handa honum. Ég vissi nú ekki að við þyrftum að kaupa nokkuð en þá sagði hún - og það kom frá hennar dýpstu hjartarótum: Afi var að koma heim af sjónum, heldurðu að ég færi honum ekki gjöf!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.