2.6.2009 | 01:14
Obbosí!
Nú er hún mamma aldeilis að gleyma sér, skrifar bara ekkert í margar vikur. En annars er nú allt gott að frétta af okkur, ég stækka og stækka og systur mínar líka, rosalega duglegar við það segir mamma. Þær fóru í leikhús um daginn og sáu Kardemommubæinn. Ég fékk ekki að fara með, í staðinn fór ég til ömmu og öskraði á hana í nærri klukkutíma. Hún vill örugglega ekkert passa mig aftur, enda eins gott því ég vil bara vera hjá mömmu minni. Og jú hjá pabba líka. En það var víst mjög gaman í leikhúsinu, það var ljón og ræningjar og alls konar.
Vitiði hvað. Bráðum fara stelpurnar í sumarfrí og þá verður sko gaman, þær verða alltaf heima til að leika við mig. Eða ég held það alla vega. Mamma er búin í sínum skóla, reyndar var hún ekki mikið í honum í vetur en hún tók eitt námskeið og fékk 9, samt var ég rosalega mikið veik þegar hún var að gera verkefnið sitt og vildi bara vera í fanginu hennar. Hún er sko algjör snillingur hún mamma mín
Mamma er búin að lofa mér að skrifa meira fljótlega því ég hef svo margt að segja ykkur, svo fylgist með.
Kær kveðja,
Ásta Lóa
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.