13.4.2009 | 23:03
Hún á afmæli í dag
Edda Sólveig er orðin 8 ára:) Mikil hamingja hefur ríkt hér í dag og mjög gaman að fá bekkjarsystur sínar í afmælið ásamt bestu vinkonunum, Margréti Sól og Þórhildi Rósu.
Það var líka frábært að fá Silfursafnið hans Páls Óskar, tveir geisladiskar ásamt DVD-diski. Og það er sko búið að horfa og hlusta og horfa og hlusta og horfa. Ljúfa líf ljúfa líf, hljómar enn í hausnum á mér.
Hér er afmælisbarnið að opna pakkana
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.