18.3.2009 | 15:55
Hvað er Ásta Lóa stór?
Er Ásta Lóa svona stór? Vááá!
Þetta heyrist nokkrum sinnum á dag hérna hjá okkur og Ásta Lóa lyftir höndunum upp í loft, svakalega flott Og hún er sko orðin stór og dugleg litla daman okkar. Hún verður 7 - já sjö - mánaða núna 21. mars og hún kann að sitja sjálf.
Nú situr hún á gólfinu og leikur sér, voða glöð með sig. Það er ótrúlegt hvað hún er stöðug, ekki með neinn stuðning, bara svona öryggispúða aftan við sig. Og hún syngur, með sínu nefi að sjálfsögðu og rekur upp hin ýmsu hljóð við misjafnar, mjög svo misjafnar undirtektir systra sinna. En hey, maður verður að láta heyra í sér og vera ákveðin frá fyrsta degi til að verði ekki borin ofurliði af stóru stelpunum.
Ásta Lóa er alltaf að læra eitthvað nýtt. Það nýjasta er að klappa saman lófunum. Já hún fylgist vel með mömmu sinni klappa og klappa og klappa og svo stundum rata lófarnir hennar saman (Ástu Lóu altso, mömmu lófar rata alltaf saman).
Ásta Lóa er líka búin að læra á pabba sinn, enda er það nú auðlært. Þegar búið er að heilla hann, sem hún auðvitað er löngu búin að gera, er hægt að fá hann til að gera hvað sem er. Sko, maður rekur bara upp hljóð og þá er hann kominn. Svo brosir maður og þá lyftist pabbi allur upp og kætist og ef það virkar ekki til að hann taki mann í fangið þá þarf að sýna smá ákveðni (þið getið hiklaust lesið þetta sem frekju) og þá bara allt í einu er maður kominn í fangið á pabba sínum Mamma kann þetta, þó hún fari kannski heldur fínna í það en Ásta. Edda og Fríða kunna þetta og Ásta Lóa er sko orðin snillingur í þessu, slær okkur hinum algjörlega við.
Hér er önnur mynd af litla snillingnum, sjálfsagt er hún að hringja í pabba sinn þarna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.