Ný vinkona

Við Ásta Lóa fengum góða gesti í heimsókn áðan, Inga María gömul vinkona mín frá fyrstu háskólaárunum kom með dóttur sína sem er 11 mánaða. Við endurnýjuðum kynnin í gegnum facebook, ótrúlegt en satt. Og nú er Ásta Lóa búin að eignast nýja vinkonu, hana Önnu LiljuSmile

Það var gaman að fylgjast með þeim, önnur farin að ganga með en hin situr ekki sjálf. Þær fylgdust nú samt hvor með annarri af áhuga og tókust í hendur meðan þær borðuðu. Svo léku þær sér á gólfinu, Anna Lilja hafði nú samt þann hreyfanleika sem Ástu Lóu langar í en hann kemur. Það fór bara vel á með þeim og við hlökkum mikið til að hitta þær mæðgur aftur.

En hér er smá getraun. Hver sagði þetta: Pabbi, það á ekki að hafa skó undir borði! Vísbendingu má finna í Bréfi til Söru hér á síðunni ef þetta reynist of erfið spurningCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband