8.3.2009 | 02:12
Afmæli afmæli
Undirrituð átti afmæli í vikunni. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, það eiga jú allir afmæli einu sinni á ári. En stóru stelpunum finnst afmæli frábær og eftir að þær fóru að hafa smá vit í kollinum hefur þeim þótt nauðsynlegt að gera eitthvað í tilefni dagsins. 4. mars í ár var því engin undantekning.
Þær 'vöktu' mig með afmælissöng og knúsi, og það er auðvitað frábær byrjun á deginum:) En þetta var skóladagur, hvort sem mamma átti afmæli eða ekki. Fríða bað reyndar um að vera í Plútó-fríi og voru þær því báðar búnar snemma og gátu farið með pabba sínum í Smáralindina að kaupa afmælisgjöf handa mömmu sinni. Þau færðu mér svo fallegan rósavönd og konfektkassa sem ég í græðgi minni át nánast ein, Nói svíkur sko engan
Ragnhildur kom svo seinni partinn með sín börn og færði mér gjöf, servíettur, kerti og páskakanínu. Það er eiginlega orðin hefð að fá þau í heimsókn á afmælisdaginn, held það yrði hálftómlegur dagur ef þau kæmu ekki. Svona eins og ef amma hringir ekki í mann á afmælinu þá vantar eitthvað. Og svo komu mamma og Valdimar í kvöldmat og gáfu mér í tilefni dagsins rauða eldhússvuntu. Nú getur mamma sko farið að baka hrópaði Fríða Valdís himinlifandi:)
Það var svo ljómandi fallegt bros sem læddist yfir andlit dætra minna þegar þær voru lagstar á koddann og ég kyssti þær góða nótt og þakkaði þeim fyrir að gera afmælisdaginn minn svona góðan. Þær eru sko alveg yndislegar.
Takk takk elsku Bárður, Edda, Fríða og Ásta fyrir afmælisgjöfina og skemmtilegan dag. Takk elsku Ragnhildur og kó fyrir að koma, mér fannst æðislegt að fá ykkur, þó stutt væri. Og elsku mamma og Valdimar, takk fyrir að koma og borða með okkur.
En í dag, 8. mars, eiga litlu strákarnir hennar Söru afmæli. Alltaf segir maður litlu strákarnir, þeir eru sko orðnir 2ja ára, þeir Kolbeinn Hrafn og Þorsteinn Úlfur. Til hamingju með daginn elskurnar mínar:) Þið eigið inni hjá okkur afmælisknús og pakka þegar þið komið heim í sumar.
Knús og kossar til ykkar allra,
Lóa - sem orðin er eldri og reyndari en síðast:)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.