15.2.2009 | 01:18
Þorrablót í Gvendargeisla
Nú hefur Ásta Lóa farið á sitt fyrsta þorrablót, tími til kominn sko! Eiginlega var þetta líka fyrsta þorrablót stóru stelpnanna ef frá eru talin leikskólaþorrablótin.
Já við fórum á þorrablót, öll fjölskyldan, og skemmtum okkur konunglega í góðum félagsskap. Ragnhildur og Sveinn buðu okkur á Þorrablótið í Gvendargeisla og fengum við ekta þorramat, súran og kæstan og reyktan og allt eins og það á að vera og átum við á okkur gat.
Það voru því þreyttar stelpur sem lögðust á koddann í kvöld, enda komum við ekki heim fyrr en að ganga tólf. Skemmtilegast af öllu var, fannst Fríðu Valdísi, að krakkarnir fengu sko að leika sér, þurftu ekki bara að borða
Takk fyrir okkur Ragnhildur og Sveinn, við hlökkum til að koma í næsta þorrablót:) Og þá getur nú Ásta Lóa gætt sér á matnum með okkur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.