Ömmur og mömmur

Ömmur eru alveg yndislegar og ættu allir að eiga a.m.k. eina slíka. Því miður fá nú ekki allir að njóta ömmu sinnar en við mæðgur erum svo heppnar að eiga ömmur á lífi. Ég á ömmu á Húsavík sem er þá auðvitað langamma stelpnanna. Svo eiga þær tvær ömmur hér í Reykjavík og er ekki hægt að hugsa sér betri ömmur en þær, a.m.k. ekki fyrir þessar systur. Edda lærði svo fallega vísu í skólanum sem mig langar að deila með  ykkur, hún er alveg í uppáhaldi þessi:

Gaman væri að gleðja hana ömmu
og gleðibros á vanga hennar sjá.
Því amma er mamma hennar mömmu
og mamma er það besta sem ég á.

Ömmurnar gefa okkur nefnilega mömmu og pabba og þess vegna eru þær svo dýrmætar. Langamma á Húsavík kom í heimsókn til Reykjavíkur um daginn. Við kíktum á hana og Boggu og Hjalla þar sem þau héldu til á Freyjugötunni. Hér erum við allar saman.

Me� lang�mmu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband