Stekkjarstaur mættur

Jæja þá er fyrsti jólasveinninn kominn á stjá, það var hann Stekkjarstaur sem kom færandi hendi með leggings handa stóru stelpunum. Hann hefur líklega ekki verið búinn að frétta af Ástu Lóu því hún fékk ekki neitt frá honum, en Edda Sólveig skrifaði fallegt bréf til hennar í hans stað.

Trú dætra minna á tilveru jólasveinanna hefur reyndar dalað og verð ég nú að viðurkenna minn þátt í því. En það dregur nú samt ekki úr spennunni við að skórinn sé kominn út í glugga. Kannski frekar að kröfurnar séu orðnar meiri á hvað fer í skóinnErrm 

Í fyrrakvöld fengum við góða gesti, það var Guðný frænka (afasystir þeirra) og Gudda dóttir hennar. Gudda á þrjár stelpur, 20, 13 og 11 ára og kom færandi hendi með föt sem stelpurnar hennar eru vaxnar upp úr. Það var nú heldur betur gaman að fá þessa sendingu og stelpurnar voru í því að máta föt í gær. Sumt geta þær notað strax en svo er annað sem þær þurfa að stækka upp í og eiga þær nú heldur betur eftir að gera það. Ásta Lóa fékk nú líka glaðning frá þeim mæðgum og bíður hún spennt (eða er það mamman) eftir að passa í þau föt. Ætli það líði nokkuð á löngu áður en hún vex upp úr þeim.

Kær kveðja, og verið nú góð svo jólasveinninn staldri við hjá ykkurWink
Lóa 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband