7.12.2008 | 01:21
Vigtun
Já ekki má gleyma því að litla daman er orðin ÞRIGGJA MÁNAÐA (hvað varð um tímann???) og rúmlega það. Hún var í skoðun í liðinni viku, orðin 5.555 gr og 59,5 sm. Sem þýðir að á þessum 15 vikum sem hún hefur lifað hefur hún þyngst um rúm 2,3 kg og lengst um 10,5 sm. Og orðin svo flott og dugleg, teygir sig eftir öllu og skellihlær stundum og hjalar heilmikið.
Barnalæknir skoðaði hana og lagði hún sig alla fram við að pissa á hann en honum tókst naumlega að skjóta sér frá. Í fyrstu lét hún sér í léttu rúmi liggja að láta hann handfjatla sig en þegar hann tróð spaða upp í hana var henni nóg boðið og lét hann sko heyra það. Þvílík reiði sem fólst í öskrinu og án efa var hún soldið sár líka við mömmu fyrir að leyfa þetta. Og þegar hún var að jafna sig kom hann bara og stakk hana í rassinn! Þvílík framkoma við litla prinsessu. En hún jafnaði sig fljótt á þessu, ekki lætur maður einn lækni buga sig, er það nokkuð?
Við þurfum svo að hitta hjartalækni og láta 'ómskoða' hjartað í henni því eitthvert hljóð heyrði læknirinn, hann líkti því við fiðlustreng og sagði að venjulega væri þetta ekki neitt, bara mikið blóðflæði um litla æð. Og svo hverfur þetta þegar þau eldast. En það á samt að kíkja á litla hjartað, það verður gert á mánudaginn.
En það er alveg ljóst að við búum í fjölmenningarsamfélagi, og það er ansi áberandi hér í Breiðholtinu, því þennan hálftíma rúman sem við vorum þarna voru 3 önnur börn í skoðun og voru þau öll erlend að uppruna. Ein svört stúlka, ein asísk og ein frá Austur-Evrópu held ég. Og svo litla íslenska Ásta Lóa sem er bara flottust og þyngist og stækkar eins og hún fái borgað fyrir það
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 9.12.2008 kl. 16:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.