Edda missti tönn

Ég missti tönn á fimmtudaginn, sjáiði bara: 

Vantar tönn

Er ég ekki sæt með svona skarð? Mér finnst það og líka ömmu og mömmu og bara öllum held ég. Ég missti hana í skólanum þegar ég var að borða nestið mitt og allir krakkarnir í bekknum komu til mín að sjá. Þetta er fimmta tönnin sem ég missi, áður voru farnar 4 í neðri góm. Ég hef samt bara fengið 2 fullorðinstennur en á fimmtudaginn fór ég til tannlæknis sem sagði að fullorðinstennurnar í neðri góm komi bráðum upp, þær þurfa bara fyrst að búa sér til pláss með því að ýta augntönnunum í burtu. Ég á svo að koma aftur til þessa tannlæknis eftir tvö ár og fá einhvern boga í neðri góminn til að halda tönnunum á sínum stað svo plássið minnki ekki. Og líklega þarf ég svo að fá spangir seinna meir. Þetta sagði tannlæknirinn og gaf mér svo verðlaun því ég var svo dugleg hjá honum. Ég valdi mér prumpublöðruGrin Og ég plataði pabba og Fríðu og alla bara til að setjast á hana. En á endanum sprakk hún Frown Ég bara verð að fá aðra prumpublöðru þó mamma segi að maður framleiði nóg prump sjálfur án þess að hafa prumpublöðru.

Bráðum missi ég aðra tönn því hin framtönnin er laflaus. Mamma segir að þetta sé svo skrítið, fyrst var hún voðavoðaglöð þegar tennurnar komu og nú er hún aftur glöð þegar þær fara. Samt segir hún að þetta sé merki um hvað ég stækki hratt og tíminn fljúgi áfram, ég sé bara að verða fullorðin. Ja, alla vega unglingur segir mamma (og andvarpar).

En ég verð að segja ykkur smá af systur minni, henni Fríðu Valdísi. Sko á fimmtudaginn áttum við báðar að fara í ballett en af því að ég átti tíma hjá tannlækninum (og búin að bíða leeengi eftir honum) fór ég ekki en það þurfti einhver að fara með Fríðu. Svo Fríða hringdi í frænku okkar hana Fríðu, og þegar Arnar maðurinn hennar svaraði í símann sagði Fríða: Er Fríða frænka heima? Okkur mömmu fannst þetta svo sætt. En auðvitað fór Fríða frænka með nöfnu sína í ballettinn, enda er Fríða frænka frábær. Hei þetta er kúl, Fríða frábæra frænka LoL

Hér er mynd af okkur systrum sem mamma tók áður en við fórum í skólann á fimmtudaginn, Fríða með allar sínar tennur pikkfastar en ég með tvær lausar tennur.

Lausar tennur og fastar tennur

Knús og kossar,
Edda Sólveig

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja skvísur, nú verðið þið að fara að biðja hana mömmu ykkar að fara að skrifa einhverjar nýjar fréttir af ykkur systrum.  Við í útlandinu erum orðin óþreyjufull:-)

Kv. frá Álaborg

p.s. við getum sagt þetta núna með góðri samvisku, erum búin að blogga og setja inn myndir

Guðný Matt. (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband