18.10.2008 | 17:59
Fríða byrjuð í Plútó
Ég er núna byrjuð í Plútó (frístundaheimilinu í Fellaskóla) og það er sko gaman enda eru næstum allar bekkjarsystur mínar þar. Ég er búin að fara einu sinni og hlakka mikið til að fara næst en ég verð á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Það er því sko nóg að gera hjá mér því ég þarf líka að læra heima og lesa heima, á hverjum degi.
Núna er pabbi út í Kaupmannahöfn og við söknum hans mikið, sérstaklega litla systir held ég því í gærkveldi grét hún og grét. Við höfum bara aldrei heyrt annan eins grátur. En hér er mynd af henni sofandi, náttfötin minna mig nú bara á karatebúning. Er hún litla systir mín ekki falleg?
Það var samt gaman í gærkveldi því við fengum að horfa á Bróðir minn Ljónshjarta. Hún er svo skemmtileg og spennandi og við urðum pínu hræddar, en það var allt í lagi því mamma horfði með okkur. Við fengum líka vínber og pínu nammi og máttum svo sofa í pabbaholu því hann var ekki heima.
Knús og kossar,
Fríða Valdís
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.