7.10.2008 | 23:59
Í hnotskurn - Ljósaljós
Bráðum eru 7 vikur frá því Ljósaljós kom í heiminn og því ekki úr vegi að leyfa ykkur að kynnast henni soldið. Við lögðum því fyrir hana nokkrar spurningar.
-Nafn?
Ekki vitað en kallaðu mig bara Ljósaljós eða Litlusystur.
-Hvar er best að vera?
Í fanginu á mömmu.
-Uppáhaldssvefnstaður?
Hægra brjóstið á mömmu, eða vinstra... get ekki gert upp á milli þeirra.
-Uppáhaldstími?
Drekkutími auðvitað.
-Uppáhaldsmatur?
Mömmumjólk auðvitað.
-Uppáhaldslitur?
Ég er sæt í bleiku.
-Uppáhaldsskemmtistaður?
Fangið á pabba mínum.
-Uppáhaldsleikfang?
Síða hárið á systrum mínum.
-Hvað er framundan?
Stækka stækka stækka. Svo auðvitað að brosa og spjalla við mömmu og pabba og systur mínar.
-Eitthvað að lokum?
Ég áskil mér rétt til að skipta um skoðun.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 8.10.2008 kl. 00:04 | Facebook
Athugasemdir
Já það verður gaman að fylgjast með þér LjósaLjós og systrum þínum :)
Aðalheiður (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.