6.10.2008 | 12:32
Grenjandi rigning
Í dag er grenjandi rigning og hífandi rok, allt svo grátt að sjá út um gluggann. Okkur Ljósaljósi finnst því voðagott að geta bara kúrt heima en stóru stelpurnar þurftu auðvitað í skólann, en þær voru svo heppnar að pabbi gat keyrt þær þannig að ekki fuku þær í dag. Og það á víst að bæta í vindinn.
Síðasta vika var ansi annasöm hjá okkur. Það var auðvitað ballettskóli á þriðjudag og fimmtudag. Við heimsóttum líka Eddu ömmu á Heilsuverndarstöðina og fórum á bókasafnið. Við fórum líka í göngutúra. Svo var auðvitað 6 vikna skoðunin. Ljósaljós er auðvitað flottust og er orðin 54,5 sm og 4220 gr. Þessa dagana er hún upptekin við að æfa brosið sitt og svo er hún auðvitað farin að hjala heilmikið.
Við tókum því rólega um helgina en hápunktur hennar var auðvitað þátturinn Gott kvöld á laugardagskvöld en þar kom pabbi fram, flottur eins og alltaf
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:59 | Facebook
Athugasemdir
já hann var flottur kallinn í sjónvarpinu ;)
Aðalheiður (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.