3.10.2008 | 11:36
Fyrsti snjórinn kominn
Í gærkveldi (2. október 2008) kom fyrsti snjórinn hér í Reykjavík, hann var víst eitthvað fyrr á ferðinni fyrir norðan. Þó pabbi hafi ekkert verið of sæll með að þurfa að skafa af bílnum voru þær systur mjög kátar að fara út í snjóinn og hlökkuðu þær mikið til frímínútna í skólanum.
Kuldagallarnir voru dregnir fram og þar sem þær systur voru óvenjusnemma tilbúnar gafst tími til myndatöku áður en þær fóru af stað.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.