Fyrirmyndarnemendur

Fyrirmyndarnemandi sagði kennarinn hennar Eddu í foreldraviðtali í dag. Hún er iðin og samviskusöm, áhugasöm og sýnir miklar framfarir. Allir kennarar ánægðir með hana og bera henni vel söguna. Það er sko gaman að heyra svona um barnið sitt. Edda Sólveig hefur líka verið mjög ánægð í skólanum það sem af er og finnst gaman. Minnist aldrei á að vilja ekki fara í skólann, en það var daglegur söngur í fyrra.

Kennarinn hennar Fríðu Valdísar er líka mjög ánægður með hana. Hún er dugleg og áhugasöm, getur reyndar verið lengi með verkefni og að koma sér að verki. Það kom mér ekkert á óvart, við þekkjum þetta hérna heima. En hún er sko fyrirmyndarnemandi líka. Svo fer hún að fá heimanám og lestrarbók svo það eru spennandi tímar framundan. Og líklega verður hún fljót að ná tökum á lestrinum ef við erum dugleg að æfa hana. Fríðu finnst líka gaman í skólanum og er hrifin af kennaranum sínum, finnst hann ansi skemmtilegur.

Þær systur eru sem sé kátar og duglegar skólastelpur og foreldrarnir auðvitað að springa af stolti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Eru að meina þessa fílupúka sem ætluðu aldrei að koma sér á fætur í morgun? heheheh

Bárður Örn Bárðarson, 1.10.2008 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband