29.9.2008 | 13:30
Helgin að baki
Jæja þá er kominn mánudagur, róleg helgi búin en fullskipuð vika framundan. Já fullskipuð með ballettskóla og ungbarnaeftirliti og svo er ætlunin að kíkja á Eddu ömmu þar sem hún er í hvíldarinnlögn á heilsuverndarstöðinni. Svo er aldrei að vita nema við mæðgur byrjum í leikfimi, svona mæðrafimi hjá Hreyfilandi.
Sunnudagurinn var mjög rólegur hér í Unufellinu og dundaði hver við sitt. Edda Sólveig lærði nær allan daginn, enda náði hún að klára eina skólabók. Fríða Valdís hefur ekki enn fengið heimanám svo hún var upptekin við að leika sér og hlusta á hljóðbækur. Litlaljós hélt sér við uppáhaldsiðju sína, að drekka hjá mömmu sinni og hélt sko ekkert aftur af sér. Enda vaknaði mamman í morgun með brjóst á stærð við melónur.
Á föstudaginn fengum við góða gesti í heimsókn, Ragnhildi & co. Það er alltaf gaman þegar þau koma í heimsókn, þá er sko eitthvað fyrir alla: Stelpurnar fá vinkonur sínar að leika við og mamma fær vinkonu sína til að spjalla við og svo er nú Eiríkur einlægur aðdáandi Ljósaljóss En það eru nú reyndar allir.
Fleiri myndir í septemberalbúminu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.