1 kíló

Nú er Litlaljós orðin 5 vikna - vá hvað tíminn líður hratt - og í tilefni af  því tók ég nokkrar myndir af henni og setti í albúmið september2008. Hún splæsti nú ekki brosi á mig við það tækifæri enda hafði hún um annað að hugsa: næstu máltíð! Hér er sýnishorn, eins og sjá má var hún orðin óþolinmóð eftir brjóstinu og reyndi að sjúga á sér hendina, gerði allt til að vekja athygli á hungrinu.

Puttasuga

Litla daman var líka vigtuð í dag og er orðin 4150 gr! Sem sagt búin að þyngjast um 1 kíló frá því hún fæddist, en þá var hún 3170 gr. Á þeim tveim vikum sem liðnar eru frá síðustu vigtun þyngdist hún um 550 gr. Enda finnst mér ég horfa á hana stækka. Neinei ekki svona hratt langar mig að hrópa á hana en veit að hún tekur ekkert mark á því enda held ég að hún stefni að því að ná systrum sínum fyrir vorið. Kannski ætti einhver að segja henni að það takist nú varla enda er góð sprettutíð hjá þeim núna.

En auðvitað fögnum við hverju grammi sem hún bætir á sig, betra hún en ég Tounge Gaman væri nú að fylgjast svona með vigtinni hjá mér, þá meina ég hversu hratt kílóin fara. Eða kannski væri það ekkert gaman... 

Knús og kossar,
Lóa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ábyggilega gaman niður í kjörþyngd.

Aðalheiður (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband