Afmæli Fríðu Valdísar

Fríða Valdís varð 6 ára um daginn og fékk TVÆR afmælisveislur, eina fyrir bekkjarsystur sínar og aðra fyrir fjölskylduna. Það var mikið húllumhæ þegar bekkjarsysturnar og vinkonur komu, 10 stykki af fjörugum 6 og 7 ára stelpum. Litla systir vakti óneitanlega mikla lukku og voru allar sammála um að hún væri mjög sæt, algjör dúlla bara, sumar áttu meira að segja mjög erfitt með að slíta sig frá vöggunni.
Stelpurnar fengu pizzusnúða og súkkulaðiköku. Svo var farið í stopp-dans en aðalfjörið í honum virtist snúast um að fá að stjórna tónlistinni en afmælisbarnið sá að mestu um það. Mamman var meira í því að reyna að fá stelpurnar til að dansa og halda tónlistinni innan ákveðinna desibila. Hún hafði nú ekki alltaf erindi sem erfiði. Allt gaman tekur enda og þó afmælisstelpan hafi viljað lengri veislu voru mamman og litla systir mjög fegnar þegar klukkan sló sjö og afmælisgestirnir tóku að tínast í burtu.

Afmælisveisla
Daginn eftir var önnur veisla þar sem amma og afi, frændur og frænkur og vinir mættu. Það voru: Fríða amma og Valdimar afi, Ragnhildur, Margrét Sól, Þórhildur Rósa og Eiríkur Örn ásamt Þórarni frænda sínum, Hjálmar, Snorri og Einar, Fríða frænka, Arnar, Margrét Ásta og Stefán Freyr og Trausti, Hafdís, Jakob og Elín Ásta. Því miður treysti Edda amma sér ekki til að koma.

Afmæli Fríðu

Það var sem sé mjög gaman að verða 6 ára og fá allar gjafirnar: Föt á Babyborn, barbísundlaug og barbídúkkur, leir, litabækur, púsl, kjól, nærföt og húfu, bratz-dúkku, blýant og strokleður, pening og eflaust eitthvað fleira sem gleymdist að telja upp. Að vísu hafa bratz-dúkkan og barbídúkkan á bikiníinu ekki sést síðan í afmælinu, það hefur verið gengið frá þeim á mjög góðan stað.

Edda er farin að hlakka til að eiga 8 ára afmæli, þá ætlar hún sko að bjóða bekkjarsystrum sínum og hafa tvö afmæli. En þá ætlar mamma nú að fá hjálp við að halda það, hún leggur aldeilis ekki aftur í að vera ein með barnaafmæli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér líst vel á þetta hjá þér Lóa! Ótrúlega flottar stelpur sem þið eigið. Ekki spurning um að deila þeim með okkur hinum.

Knús, Hulda "frænka"

Hulda Ragnheiður (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 09:58

2 identicon

Til hamingju með afmælið þann 13. september Fríða Valdís

Aðalheiður Þorgrímsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband